Lítið títt... eða ekki.

Magnað hvað yfir mig hellast upplýsingar, fréttir og kviksögur, nú þegar kjördagur nálgast. Kem engu frá mér, því flæðið er svo mikið. Verð samt að segja að ég er ánægð með þjóðfund og niðurstöður hans. Þetta gefur vonandi tóninn fyrir komandi stjórnlagaþing.

Af framboðsmálum er það helst að frétta að ég er komin með númer, rétt eins og allir aðrir frambjóðendur, mitt er 5526, sem ég er bara ágætlega sátt við.

Annars fara dagarnir í það að lesa hin ýmsu gögn, stjórnarskrár héðan og þaðan, og svo hinar ýmsu greinar og skjöl um eitt og annað.

Er að reyna að lemja saman færslu um þau mál sem brenna á mér, kannski hún verði tilbúin síðar í dag/kvöld, eða á morgun í síðasta lagi. Þangað til, góðar stundir.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband