Komin heim eftir erfiða en skemmtilega viku á ferðinni.

Kom í bæinn á föstudagskvöldið, þreytt en sæl eftir vel heppnaða hringferð með alveg frábærum hópi. Skemmtilegasti hópur sem ég hef haft hingað til, og ég gat ekki annað en fellt tár á vellinum á laugardag þegar ég skilaði þeim. En ég fæ allavega einn eða tvo úr hópnum aftur næsta sumar.

Netsamband á hringnum er FREKAR stopult, þannig að ég gat lítið sem ekkert bloggað. Vonandi verður það betra í næstu viku. Fer trúlega eftir gististöðum.  Sumsstaðar skammast maður sín fyrir aðstöðuna sem fólki er boðin uppá, en annars staðar er hún til fyrirmyndar. En allir voru mjög ánægðir eftir ferðina, sem er fyrir öllu. Fór með þau í hvalaskoðun á Eyjafjörðinn, frá Hauganesi, og það var alveg meiriháttar! Hnúfubakur sem er búinn að halda til á Eyjafirðinum undanfarið sýndi þeim listir sínar í bak og fyrir, og kom svo nálægt okkur að við gátum nánast snert hann. Alveg meiriháttar fyrir fólk sem býr langt inni í landi, og sér varla saltan sjó.  Að vísu var þetta frekar fyndið, því mér var rétt þráðlaust headsett og sagt að tala við fólkið, því gædinn sem er venjulega með þeim, var ekki með í þetta skiptið. En það gerði lítið til, vildi samt að ég hefði verið búin að lesa meira um hvali og fugla til að segja þeim frá. En þetta var mjög gaman.

En ROSALEGA var gott að koma heim og sofa í sínu eigin rúmi!!!!! Ætlaði varla að vakna á laugardagsmorgun til að sækja þau og fara með þau í Bláa Lónið og á völlinn. Hafðist samt með herkjum. Fengum æðislegt veður í Lóninu, og nægan tíma, þannig að allir voru ósköp afslappaðir og dekraðir þegar við komum út á völl. Kannski sem betur fer því það var rúmlega 3 tíma seinkun á fluginu þeirra út.

Búin að heyra frá nokkrum í hópnum, og þau komust heim heil á húfi. Og nú á ég heimboð um allt Ohio, og víðar. 

Var svo boðin í veislu til Óskabarna Óðins á laugardagskvöldið, heilmikið fjör. Er annars bara búin að sofa, enda ekki nógu mikill svefn á hringnum.

Fer svo á Akureyri á miðvikudag þar sem ég verð í gæslu alla helgina. Svo er næsta ferð í næstu viku, er að fara með Tékka um suðurlandið og svo yfir hálendið norður. Verður gaman að koma inn á hálendið, hefði gjarnan viljað gera það með hópinn sem ég var að skila.

 

Gott að vera komin heim, en verður gaman að fara aftur af stað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árný Sesselja

Sælar....

Gaman að sjá þig duglegri við að blogga...... endilega bættu mér við á msn hjá þér.... dr.dufus@hotmail.com 

Árný Sesselja, 30.7.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

Frábært að heyra að þú skemmtir þér svona vel og ert á fullu.

Gaman væri að hitta á þig við tækifæri

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 31.7.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Takk fyrir það elskan, já endilega reynum að hittast sem fyrst, held ég sé laus upp úr miðjum ágúst hehehe!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 31.7.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband