...með sorg...

... kveðjum við mæðgin góðan vin frumburðarins, sem lét í minni pokann fyrir krabbameini síðastliðna nótt. Hvar er réttlætið í þessum heimi, þegar ungur drengur, á þröskuldi þess að verða fullvaxta maður, lætur lífið? Kona spyr sig!

Á sama tíma er ég að rifna úr stolti yfir frumburðinum, tengdadótturinni og vinahópnum, þau standa þétt við bak hvers annars á þessum sorgartímum, og tóku sig til í kvöld og fóru upp í Maríuhelli, til að kveikja á kertum og spila og syngja, því það var uppáhaldsstaður Þórs heitins. Mikið ofsalega er gott að sjá þetta unga fólk (því þau eru orðin fullvaxta, allavega flest þeirra) taka svona vel á hlutunum. Auðvitað vissum við í sjálfu sér að hverju stefndi, enda var hetjan búin að slást í 10 ár. Það breytir ekki því að áfallið er jafn erfitt. Og sorgin er jafn sár. Það sem þetta unga fólk hefur þó fram yfir marga aðra, er að þau létu það eftir sér að gera hlutina, þegar þannig stóð á, og því ekki jafn sár eftirsjá af hlutum sem hefði átt að gera, eða orðum sem hefði átt að segja. Frumburðurinn minn er svo flottur, en nú þarf ég svolítið að passa að hann fái líka útrás fyrir sorgina sína. Hann er svolítið líkur mömmu sinni, og því á hann það til að fara í hlutverk harðjaxlsins sem hugsar um alla aðra fyrst. Til allrar hamingju á hann yndislega kærustu, sem kann orðið tökin á honum. Gæti ekki hugsað mér yndislegri tengdadóttur!  

Og að fá þessar fréttir í kjölfar þessa hræðilega banaslyss á föstudag, var bara erfitt.

Hef ég sagt hér hvað ég er þakklát fyrir það sem ég á, og það sem ég má? Eða fyrir það sem ég get, og það sem ég er? Ég vona það, því ég er full af þakklæti! Ég lærði þá lexíu tiltölulega snemma á lífsleiðinni, að reyna að nýta mér erfiða reynslu til góðs. Vonandi hef ég náð að kenna mínum börnum þá lexíu líka. Með það í huga þakka ég fallinni hetju fyrir allar samverustundirnar, og fyrir allt sem hann gerði fyrir frumburðinn minn. Orð eru svo vanmáttug á svona stundum. Ég lærði ýmislegt af þessum unga manni, og ég ætla að hafa það allt ofarlega í farangrinum, þegar ég held áfram á þessari vegferð sem lífið er. 

Auðmjúk og sorgmædd, en þakklát fyrir svo margt, og ekki síst að stríðinu sé lokið, kveð ég hetjuna ungu, og bið fyrir honum um leið og ég fer í rúmið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þið eruð heppin að eiga hvort annað Berglind mín og þau án efa jafn glöð með þig eins og þú með þau.  Og já það er satt, þú gerir snilldar pönnsur :-)

Hvernig fór þetta með jeppann annars?

Sylvía (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:39

2 identicon

Elsku Bergling sendi samúðarknús til ykkar beggja..

þið eruð hetjur og ekkert annað..

kv Anna

Anna Birna (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:33

3 identicon

Krús frá mér á ykkur bæði zkan!! 

Addý (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 03:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband