... af framboðsmálum...

... er það helst að frétta að ég hef tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til setu á stjórnlagaþingi. Skilaði inn öllum gögnum á tilsettum tíma, og veit ekki betur en ég sé einn hinna 517 frambjóðenda. Ég er búin að setja upp facebook-síðu helgaða framboðinu, og ætla að setja hér inn helstu upplýsingar líka. Þó ekki í kvöld. Verð þó að geta þess að ég sat einkar áhugaverðan fund um stjórnarskrármál í Súlnasal Hótel Sögu nú um kvöldmatarleytið, þar sem stjórnlaganefnd hafði framsögu og sat fyrir svörum. Fullt af mjög mikilvægum málum sem hvíla á komandi stjórnlagaþingi, svo nú tekur tvennt við, annarsvegar að kynna sér hinar ýmsu hliðar þessarra mála, og hinsvegar að koma mér á framfæri. Facebook síðan er sem sé hér: http://www.facebook.com/pages/Berglind-Nanna-Frambod-til-stjornlagabings/158474427520290

 Annars held ég að það sé tímabært að henda mér undir dún, og sjá hvort ég fái einhverjar snilldarhugmyndir í draumalandinu. Meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þú færð mitt atkvæði Berglind Nanna.

Mbkv, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 25.10.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Takk fyrir það minn kæri!

Berglind Nanna Ólínudóttir, 8.11.2010 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband